Obb bobb obb !!!!
þriðjudagur, ágúst 31, 2004
|
 
Robbosslega er leiðinlegt að vesenast í reikningum og svoleiðis dóti. Fengum inn um lúguna rukkun á leigunni fyrir ágústmánuð og hótun um að henda okkur út sé ekki greitt innan þriggja daga! þvílík ósvífni ! Ég er náttúrulega löngu búin að greiða þetta og dagurinn hefur farið að miklu leiti í að redda sönnun á því. Bankamennirnir mínir voru bara frekar liðlegir í dag. Bla, bla, blööööö
 
|
 
Ferlega óþægilegt að vakna, svona eins og ég í morgun, og geta með engu móti slökkt á vekjaraklukkunni. Ég sat sveitt í rúminu í heila eilífð (örugglega þrjár mínútur) og ýtti á alla mögulega og ómögulega takka á fokking klukkunni en ekkert gerðist. Svo rak ég mig í öllum hamaganginum í næstu klukku við og átttaði mig á að það var hún sem var að hringja!
Þurfti að liggja í næstum hálftíma í viðbót til að jafna mig. En jafnvel eftir það átti ég í stökustu erfiðleikum með að opna augun almennilega, og á enn...
Í dag byrjar restin af lífi mínu.
 
mánudagur, ágúst 30, 2004
|
 
Úlalla, Siggi fer alveg að koma heim og mig kitlar í magan af spenningi.........
 
|
 
AAAAaaaahhhhhhh. Heima!
Nú er ég hætt að vera hressa djammpían í bili og aftur orðin virðuleg frú og húsmóðir. Mér finnst það eiginlega bara betra, ekki eins líkamlega erfitt. Fyllibyttur eiga virðingu mína alla, þetta er allt harðduglegt fólk að geta drukkið svona mikið.
En mikið svakalega er búið að vera gaman. Og mikið svakalega er ég búin að hlæja mikið. Ég held að ég hlæi ekki nóg dags daglega, ætla að bæta úr því og hlæja og hlæja í framtíinni. Og mikið svakalega var ég eitthvað sæt um helgina. Og mikið svakalega á ég góða vini og mikið svakalega hlakka ég til að hitta börnin mín og svo manninn í kvöld. og mikið svakalega er ég þreitt!
 
fimmtudagur, ágúst 26, 2004
|
 
Var að koma af fínustu tónleikum. Reyndar var Siggi minn ekki fínastur í lokinn, en góður samt!
Best að fara í háttinn, hundarnir bíða.
 
|
 
Rétt í þessu bárust svakalegar stunur innan af klósetti þar sem AG er að leika sér með bílana sína. Ég náttúrulega hugsaði bara: jæja þá kúkar hann! En hann bara hætti ekkert, bara stunur og stunur og ég bara hugsa og hugsa hvað voðalega kúkar barnið mikið. Hafði mig loks í að standa upp og kíkja á þetta. Þá sat hann bara á rassinum og var að rembast við að toga blauta sokka af fótunum á sér.
 
|
 
Ef maðurinn minn vill grillaða samloku með spínati og mosarella, fær hann grillaða samloku með spínati og mosarella!
 
|
 
Ég er alveg að breytast í dana. Fór á foreldrafund í gætkvöldi og lét vægast sagt alveg eins og baun. Kjaftaði og blaðraði og hendin á mér var orðin næstum blóðlaus af því ég hafði alltaf eitthvað til málanna að leggja og þurfti þar af leiðandi alltaf að vera að rétta upp hönd. Ég meira að segja gekk svo langt að sitja fyrir kennurunum að fundi loknum til að spyrja persónulega um mitt barn. En ég er bara að reyna að "intergrere mig" eins og er stöðugt verið að tala um að við útlendingarnir eigum að gera.
 
miðvikudagur, ágúst 25, 2004
|
 
Fór út í búð til að kaupa gulrætur til að hafa í matinn handa Birtu í kvöld ( sem ætlar að vera svo góð að passa fyrir okkur meðan við skemmtum okkur á foreldrafundi) og þær kostuðu mig, hundraðfimmtíuogníu og hálfa krónu! Það endaði auðvitað með að ég keypti líka feta ost, snuð, banana, kavíar, egg og mjólk en hey, mig vantaði eiginlega bara gulrætur.
Hér sannast það einu sinni enn að maður á ekki að fara út í búð í tíma og ótíma, það endar bara í vitleysu. Næst fær Birta bara engar gulrætur!
 
|
 
Ég hélt í alvöru á tímabili í gærkvöldi að húsið myndi hrynja! þvílík og önnur eins veðurlæti man ég ekki eftir að hafa heyrt.
Annars vaknaði ég bara hress og húsið stóð enn í morgun. Það kann þó að vera að eiginmanni mínum hafi fundist ég eitthvað eigingjörn og erfið í morgun, en ég var bara hressssss! Best að fara í skólan aftur í dag og svo hef ég eina og hálfa viku til að jafna mig áður en kennsla hefst. Það er ágætt, þá get ég líka verið búin að lesa allar bækurnar sem ég er að fara að kaupa og hlakka svo til að lesa.
 
þriðjudagur, ágúst 24, 2004
|
 
Mér líður alveg eins og þegar ég kom heim eftir fyrsta daginn í tólfárabekk í Austurbæjarskóla. Ég ætla aldrei aftur í skólan!
En auðvitað á ég eftir að fara aftur alveg eins og þá.......
Þetta var bara allt svo stórt og yfirþyrmandi og tuttugu og þrír í bekk og allt svo stórt og yfirþyrmandi og enginn til að passa mig!
 
|
 
Ég er bara að fara fyrsta daginn í nýja skólan minn í dag!! Sá það bara fyrir tilviljun í gær, hélt sko að það væri á morgun. Í hverju ég ætla? Nú í nýju grænu sokkabuxunum og svo bara einhverjum gömlum lufsum við.
Mér er boðið í partý á Freyjugötu 42 á föstudaginn og mig langar svo að fara. Samviskan og partýpúkinn eru búin að vera að slást í mér síðan í gær og ég veit ekki enn hver hefur betur.
Jæja, get ekki hangið hér, þarf að fara að koma mér upp almennilegri spennumagapínu og snúast í kringum sjálfa mig..........
 
mánudagur, ágúst 23, 2004
|
 
Búin að fara og tína svolítið af berjum. Þau eru sko góð og ég ætla aftur. Fann sultuuppskrift á netinu þar sem á að nota eitt box af brómberjum. Síðan hvenær varð "box" mælieining? Ætli ég verði ekki að reyna að redda mér boxi áður en sultugerðin hefst.
 
|
 
Siggi keypti flottasta lampa sögunnar í gær. Ef maður kemur við hann kveiknar veikt ljós á honum, þegar maður snertir næst, verður ljósið skærara og skærara. En í fjórða skiptið slokknar á honum. Þetta er örugglega óskaplega einfaldur fídus, en fyrir mér er þetta galdralampi af því ég skil ekkert svoan ramass!
Jónshús stóð tómt að mestu í gær, Guðmar kom auðvita, sá trúfasti sauður og gaf mér meira að segja tvö brómber sem hann hafði týnt í nágrenni heimilis míns. Svo í dag ætla ég að fara og sjá hvort eitthvað sé eftir af þeim og týna í sultu.
 
sunnudagur, ágúst 22, 2004
|
 
Góðir Íslendingar.
Næst síðastu forvöð að kaupa af mér kökur í Jónshúsi í dag.
Súkkulaðikökur og rjómapönnukökur.
Lifið heil........
 
laugardagur, ágúst 21, 2004
|
 
Þetta var nú meiri veislan, allt of mikið af fólki á hvern fermetra. Og svo voru allir svo svangir, við vorum sko engin undantekning, að um leið og mögulegt var að fá sér af hlaðborðinu varð það um leið ómögulegt. Fólk tróðst og tróðst og ég var voða ánægð að ná í sex litlar kjötböllur fyrir mig og AG. Bryndís stóð sig eiginlega manna best, hamstraða bæði diska og hnífapör og kom með alls konar framandi mat á borðið. Hún hafði viljan sem til þurfti. Ég lét bara kjötbollurnar og smá lasanja, nægja.
Svo voru skemmtiatriði og það var voða gaman, krakkar að syngja og dansa.
Æi ég nenni ekki meiru, enda þarf ég að fara að undirbúa mig fyrir næstu veislu sem byrjar núna klukkan tíu.
 
föstudagur, ágúst 20, 2004
|
 
Þriðjudaginn 31. ágúst hætti ég að reyjka! Jibbíííí, jibbíííí jibbííkóla......
 
|
 
Vaknaði mun hressari en í gær og útbjó hinn dæilegasta morgunverð, heilhveitipönnukökur og súrmjólk með brytjuðum ávöxtum, mmmm gott, gott. Eftir að ég skilaði AG til "Íbehh" fór ég í langan og góðan göngutúr. Og nú er ég hér, búin að vaska upp, tína saman dót og sópa. Ég er að leggja drög að deginum og ég held að hann nýtist best í að hugsa.
Annars er vona á apanum Dínu í helgarheimsókn til okkar, það verður eflaust mikið húllum hæ ( samt veit ég ekkert um það, hef aldrei haft apa í heimsókn fyrr, hvað þá heila helgi). Nú svo eru ekki nema tvær sumarhátíðir um helgina. Í frítíðs í kvöld og á kollegeinu á morgun. Það sér það hver maður að deginum er best varið í að hugsa.
 
fimmtudagur, ágúst 19, 2004
|
 
Ég fékk gefins bók í dag, það getur enginn sem fær gefins bók verið leiður, ég er svo glöð. Ég er líka glöð yfir að það var ekki túnfiskur í olíu sem ég fékk mér í hádegismat. Ég helti nefnilega niður á mig og mikið er ég glöð að það sé bara af mér fiskifýla í staðin fyrir að það gæti hafa verið af mér fiskifýla og ég með olíublett á pilsinu. Svo ér ég svo glöð yfir því að sólin fer stundum á bak við ský, þá get ég nefnilega rétt úr greppitríninu í smá stund. Ég er svo glöð......
 
|
 
Ég held að það sé best að ég segi sem minnst í dag. Ekki það að ég hafi ekki frá neinu að segja, heldur bara til að hlífa ykkur, myndi bara öskra á ykkur. Þó svo að það eigi ekki að vera hægt í rituðu máli myndi mér eflaust takast það í dag. Pirri, pirri pirr....
Og svo vil ég líka hlífa sjálfri mér, það geri ég með því að tala við sem fæsta þessa dagana, því þá segi ég alla vega ekki eitthvað ljótt við fólk og hífi mér við að þurfa að skammast mín fyrir skapofsan. Veðrið á vel við í dag, grátt, rok og rigning.
 
miðvikudagur, ágúst 18, 2004
|
 
Það kann að virðast ótrúlegt en stundum, eins og núna, hef ég ekkert að segja!
 
þriðjudagur, ágúst 17, 2004
|
 
Ansans, búin að kaupa miða til Íslands í haustfríinu fyrir okkur ÞS, en Visakortið strækaði á að borga miðana fyrir strákana sem ætla ekki að koma fyrr en daginn eftir.
 
|
 
Ég þoli ekki þegar fólk segist ætla að koma en kemur svo ekki. Það fer ekkert í taugarnar á mér neitt, ég þoli það ekki! Verð hvorki reið né pirruð eða neitt svoleiðis. Fer bara að skæla og finnst þetta vera svo mikil höfnun að ég get ekki á heilli mér tekið. Þá vitiði það....
...en hvernig stendur á því að það eru ekki til á mig gallabuxur í þessarri borg?
 
|
 
Æ þetta er nú voða ljúft. Var að koma úr búðinni, keypti í sex mata, bleiur, fullt af grænmeti og ávöxtum og meira að segja kökubotna og rjóma og allt fyrir 398 kr.
 
|
 
Furðuleg hún dóttir mín. Ég var að koma úr skólanum hennar og sá þar fyrirtaks fjölskyldumynd sem hún hafði teiknað af okkur. Sagðist svo hafa verið að þykjast að við hefðum átt lítinn bróður sem dó og teiknað leigstein á myndina. Með krossi og áletrun og öllu. Fyrst fannst mér það svolítið sniðugt en svo kom kennarinn og spurði mig hvort mér finndist myndin ekki flott, ég sagði auðvitað jú, en spurði hana líka hvort hún vissi hvað þetta gula með krossinum væri. Þá varð hún voða alvarleg og sagðist vita það því þorbjörg hafði sagt þeim frá litla bróur sínum! Það er alveg spurnig með þetta ímyndunarafl, það væri eflaust gott stundum ef hún gæti hamið það eitthvað.
 
mánudagur, ágúst 16, 2004
|
 
Gerist eitthvað núna?
 
|
 
Af því að ég læri svo sjaldan eitthvað nytsamlegt finnst mér sjálfsagt að deila því með ykkur. Í gærkvöldi lærði ég eftirfarandi: Sá sem er latur og nennir ekki að afla sér vídeóspólu, á ekki að fá einhvern annan til að ná í mynd fyrir sig. Það gæti orðið til þess að menn horfðu á The prince and me ! Eflausti er þetta ekki mjög djúp speki, en vissulega umhugsunarverð.
En öllu alvarlegra er þó hversu lítið ég veit um broddgelti.Veit ekki einu sinni hvað þeir kallast á ensku og mér finnst bara algjört lámark að vita hvað dýr heita á þremur tungumálum. Ætla að bæta úr þessu hið fyrsta, en get samt ekki flett broddgelti upp í orðabókinni, ég veit jú ekki hvað hann heitir á ensku! þetta er nú meiri hringavitleysan..........
 
sunnudagur, ágúst 15, 2004
|
 
Ég var ekkert lík gyðju í morgun. Verð líklega að fara að horfast í augu við það bráðum að það er eitthvað að mér í maganum. Kviðurinn á mér er eins og blaðra og mér er bara illt, illt, illt! Þá er frábært að eiga eftir að vinna allan daginn. Ég verð einmitt svo skapgóð þegar ég er með magapínu. Vona nú samt að haustveðrið sem er hjá mér núna verði til þess að það staldri einhverjir við í Jónshúsi í dag.
 
laugardagur, ágúst 14, 2004
|
 
Svona finnst mér að allir morgnar eigi að vera. Fyrst vaknaði sonur, svo maður, þá dóttir og loks konan. Útsofin og fín, líkust gyðju. Átum morgunmat í rólegheitunum, fórum í hossuleik uppi í rúmi og svo gerðum við morgunleikfimi inni í stofu sem endaði á söng og dansi.
En núna er líka kominn dagur, bjartur og fagur og ég ætla út að leika.
 
föstudagur, ágúst 13, 2004
|
 
Ég er að hugsa um að fara að skrifa sendibréf, á blað, með penna, setja það svo í umslag og senda með pósti á áfangastað. Langt síðan maður hefur gert svoleiðis.
Ekki langt síðan ég hef sungið í karókí samt, bara nokkrir tímar. Það var rosalega skemmtilegt, fröken Haldóra fór á kostum, ja og reyndar bara flestir.
Jæja, vídeóglápstíminn kominn.........
 
fimmtudagur, ágúst 12, 2004
|
 
Leiðinlegt að rekast á eigin fordóma allt í einu. Ekki það að ég hafi búist við að vera alveg fordómalaus, en mér finnst samt óþægilegt að þurfa að horfast í augu við þá. Gerir mig einhvernvegin að venjulegri manneskju, almúganum!
Í blaðinu í gær var annars voða merkileg frékk, löggan er í sumarfríi frá bófunum í Christianíu næstu tvær vikurnar! Löggan segist vera búina ð fá nóg af dópsölunum og að dópsalarnir séu búnir að fá nóg af löggunni. Þá er bara málið að taka sér smá frí, því var líka bætt við að það væri svo óþægilegt að gera rassíur í miklum hita!
Sýnir kannski hvað þeim er umhugað að uppræta hasssöluna í Stínu! danskara gerist það varla.
En ég, húsmóðirin á glimmerheimilinu, er búin að skipta óþekktarpúkanum út fyrir magapínupúka. Þó sá sem tekið hefur við sé öllu óþægilegri þá hindrar hann mig ekki í að koma einhverju í verk.
 
miðvikudagur, ágúst 11, 2004
|
 
....ég er alla vegana búin að setja inn einhverjar myndir í dag! http://public.fotki.com/heidruno/
 
|
 
Það hefur einhver púki tekið sér bólfestu í mér. Í hvert sinn sem ég er í þann mund að byrja á einhverju þokkalega gáfulegu, tekur hann völdin, spillir mér og fær mig til að gera eitthvað sem ekkert vit er í. Og það verður bara að segjast að hann er miklu sterkari en ég og hefur meiri sannfæringarkraft. Í gær fékk hann mig til að sita úti í sólinni lungað úr deginum og núna í morgun náði hann að sannfæra mig um að það lægi ekkert á því að þvo þvott!
Kannski er hann með eitthvað rosalegt plan um framtíð mína. Best að bíða bara og sjá hvert hann leiðir mig og fara að lesa eins og hann segir að ég eigi að gera.........
 
þriðjudagur, ágúst 10, 2004
|
 
Í dag klukkan rúmlega tvö kom ég inn, eldaði mat og bakaði pönnukökur (var sumsé ekki inni að vinna heldur úti að slæpast). Eitthvað fannst mér vera vond lykt inni hjá mér svo ég fór út með ruslið þegar ég fór til þess að sækja börnin. Svo vorum við úti að éta pönnukökur og sólbrenna frameftir degi, nema Siggi og Arnaldur fóru inn að baða sig og leika sér. Þegar ég kom svo inn klukkan sex var ókeðsleg ýldulykt inni hjá mér, en Siggi og Eggert sátu í makindum og ræddu málin. Ég byrjaði náttúrulega að leita uppruna þessarrar lyktar, þefaði af Sigga og Eggerti og Arnaldi og komst svo að því að þetta hlyti að var að kúkableiu, svo ég fór aftur út með ruslið. Þá fann ég lyktina líka úti svo ég ákvað að þetta kæmi upp úr niðurföllunum eða eitthvað. Gat nú samt etið kvöldmatinn, en setti tappann vandlega í vaskinn, lokaði klósettinu og meira að segja gluggunum. En hún fór ekki helv. stækjan. ÞS fór fram á gang með alla skó heimilisins til að hella úr þeim táfýlunni, sem hún uppástóð að þetta væri, en all kom fyrir ekki. Svo eftir að krakkarnir voru sofnaðir ( eða kannski misstu þeir meðvitund út af fnyknum) fann ég dauðan silung uppi á frysti!!!
Já, alveg gjörsamlega steindauðan silung út Hítarvatni.
Sé reyndar eftir því núna að hafa hent honum, hefði líklega geta komið honum í verð hjá einhverjum færeyingum.
Siggi var sem sagt að leita að ís fyrir börnin í gær, tekið fiskinn út og bara "gleymt" að setja hann aftur inn.
 
|
 
KLukkan hálf átta í kvöld ætla ég að fara og panta gestaherbergi fyrir Lilju og Eyjó 8. til 12. sept. og ég ætla ekki að gleyma því.
þangað til geri ég svo sitt lítið af hverju; vinna, lesa, borða, elda, sækja, leika, drekka kaffi og pissa.
Góðar stundir
 
mánudagur, ágúst 09, 2004
|
 
Allt í einu þegar komið var í skólan henar Þorbjargar urðu krakkarnir báðir öfugsnúnir og önugir. En þar sem ég er hvorki með fyrir- né eftirtíðarspennu í augnablikinu tæklaði ég bara málið og kom þeim af mér brosandi og góðum. Stundum get ég þetta alveg.
Nú er kominn fyrsti vinnudagur eftir sumarfrí og ég held að málið sé bara að byrja núna...........
 
sunnudagur, ágúst 08, 2004
|
 
Hver vill koma í heimsókn til mín? Hægt að fá flug til mín frá átjánda sept. til 18.nóv á 18 krónur aðra leiðina og á uppsettverð hina. Ha? hver ætla að koma?
 
|
 
Ég var á brókinni allan daginn í gær að spóka mig innan um alla dönsku þjóðina, held ég svei mér þá! Ég þóttist bara vera orðin nokkuð brúna svona um miðdegið en þá kom Kristína hin afríska og eiðilagði það gjörsamlega fyrir mig. það er alveg sama hvað maður verður brúnn, maður er alltaf fölur við hliðina á henni. Siggi skemmti sér hið besta á bryggjunni, enda önnur hver kona hálfber, ÞS synti af miklum móð og AG svaf undir regnhlíf. Þau eru svo farin aftur af stað í þessa paradís en ég er á leið í vinnurnar mínar þar sem ég þarf að strita til klukkan sjö í kvöld. Ég brenn alla vega ekki á meðan!
 
laugardagur, ágúst 07, 2004
|
 
Það eru svo góðir svona dagar þegar allir sita úti í sólinni allan daginn, drekka kaffi og borða ís og ávexti. Svo fer að kvölda, þá kveikir einhver í grilli og allir nema ég fara að kaupa pylsur á grillið ( ég á nefnilega fiskibollur í ískápnum) og bjór og svo er sitið og etið og drukkið og hlegið þangað til það kemur myrkur. Málið er bara að mig langar alltaf svo að hafa bróir minn með. Hann myndi sóma sér vel á svona degi og enda með eldrauð eyru og bros alveg út að þeim. Það er ég vissum.
Annars er havnefesteval á íslandsbryggju í dag og stefnan kanski tekkin þangað eftir að húsbóndinn rís úr rekkju. Gallinn á svona festivölum er bara að það koma svo margir alltaf að það er varla pláss fyrir mann. En við sjáum til, sólin skín alla vega!
 
föstudagur, ágúst 06, 2004
|
 
Jæja, nú gerist það. Heimilið skal tekið í gagn í dag, og það fyrir hádegi. Það á allt að vera glansandi fínt svo við getum ruslað til og skítt út um helgina.
Mér finsnt alltaf svolítið fríkað að fara út kl. átta á morgnanna í tuttugu stiga hita, en svoleiðis var það í dag. Stefnir allt í mjög heitan og sveittan dað hjá okkur. Annars sá ég hund og Bjarka á leiðinni heim í morgun. Það er alveg spurning hvor þeirra var krumpaðari í framan!
 
fimmtudagur, ágúst 05, 2004
|
 
Ég er búin að éta svo mikið í dag að ég get ekki hreyft mig. Ekki það að ég þurfi eitthvað að vera að hreyfa mig akkúrat núna, en ég væri alveg til í að geta vaskað upp, til dæmis. Það verður samt bara að bíða til morguns. Vinnu hefur verið frestað til mánudags vegna anna á heimilinu.
 
|
 
Stundum er ég svo heimsk að ég get ekki losað skrúfu. Barasta alls ekki. Hef ekki hugmynd um það í hvora áttina ég á að skrúfa og ekkert gengur. Þá er bara best að snúa sér að einhverju öðru, því ef ég held áfram verð ég svo æst að ég eyðilegg bæði skrúfuna, mig og allt í kringum mig. Það á að fara á stúfana í dag að finna skrifborð og hyllur í barnaherbergið. Eins og mér finnst nú stundum gaman í búðum, finnst mér ekkert gaman í smíðabúðum með manninum mínum. Veit heldur ekkert munin á beiki og smeiki, eða hvað þetta heitir allt saman, og hef engan sens fyrir tommum og stöffi. Skemmtileg búðarferð í vændum hjá mér. Eða hittó heldur!
 
miðvikudagur, ágúst 04, 2004
|
 
Litla stóra barnið mitt sem gekk bersergang í tívolí í gær og æddi upp í alvöru rússíbana og kolkrabba, er bara byrjað í skóla. Mamman var þrisvar sinnum við að bresta í grát af tómri tilfinningarsemi út af því hvað barnið væri orðið stórt, með skólatösku sem nær niður að hnjéspótum og allt. En ég er búin að jafna mig. Svo er bara hygge með manninum í dag og vinna á morgun.
 
þriðjudagur, ágúst 03, 2004
|
 
Ekkert að frétta í dag. Er á leið í tívolí með ÞS seinni partinn, þangað til lufsumst við heima við og þrífum ísskápinn og svona.........
 
mánudagur, ágúst 02, 2004
|
 
Mikið hvað allt verður einfalt þegar maður er útsofinn og hefur allan heimsins tíma. Fór í verslunarferð með ÞS og við keiptum okkur ilmkerti og skólaföt, sérstaklega góður túr. Og svo er bara eiginmaðurinn að búa til mat, einstaklega góður maður. Já og svo þegar ÞS var skilað heim úr þvottakonuvafstinu, var bara læst!
 
|
 
ÞS er farin sem ráðskona til frú Elgaard, verður þar eitthvað fram eftir að taka til og þrífa. Vonandi kemur hún heim með einhver laun. Við hjón ætlum að gera slíkt hið sama heima hjá okkur á meðan drengurinn sefur. Það er alveg magnað hvað fylgir því mikið drasl og rusl að vera í sumarfríi. Einhvernvegin tekur því ekki að taka til, það kemur alltaf drasl jafnóðum þegar allir eru heima.
Er búin að komast að því að dönskum flugum finnst ég betri en þýskum flugum! Góðar stundir.
Nei hei, hér er hún http://www.englagrautur.blogspot.comJóda vinkona mín, er búin að vera á leiðinni með að setja á hana link í marga daga.
 
sunnudagur, ágúst 01, 2004
|
 
Það berast unaðsstunur frá heimili mínu sem hækka til muna innan skamms þegar ég skríð upp í rúmið mitt. Okkur finnst svo gott að vera komin heim. Mér finnst líka svo gott að eiga mann sem stendur með mér í gegnum súrt og sætt, líka sumarfrí! Það er búið að vera gaman og erfitt. En samt er alveg spurning hvort það sé ekki bara erfiðisins virði að fara svona þegar allir eru svona glaðir að koma heim. Siggi er farinn til grannana góðu og ég ætla að stelast upp í rúm á meðan. Kannski kemur ferðasagan á morgun..... og að lokum: ég fer í ensku í haust, byrja 6. sept. Gaman, gaman.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com