Leiðinlegt að rekast á eigin fordóma allt í einu. Ekki það að ég hafi búist við að vera alveg fordómalaus, en mér finnst samt óþægilegt að þurfa að horfast í augu við þá. Gerir mig einhvernvegin að venjulegri manneskju, almúganum!
Í blaðinu í gær var annars voða merkileg frékk, löggan er í sumarfríi frá bófunum í Christianíu næstu tvær vikurnar! Löggan segist vera búina ð fá nóg af dópsölunum og að dópsalarnir séu búnir að fá nóg af löggunni. Þá er bara málið að taka sér smá frí, því var líka bætt við að það væri svo óþægilegt að gera rassíur í miklum hita!
Sýnir kannski hvað þeim er umhugað að uppræta hasssöluna í Stínu! danskara gerist það varla.
En ég, húsmóðirin á glimmerheimilinu, er búin að skipta óþekktarpúkanum út fyrir magapínupúka. Þó sá sem tekið hefur við sé öllu óþægilegri þá hindrar hann mig ekki í að koma einhverju í verk.