Obb bobb obb !!!!
miðvikudagur, júní 29, 2005
|
 
Ég er að pæla í því hvernig fólk það er sem kallar á eftir mér hvatningarorð þegar ég er að hlaupa. En ég kemst ekki að neinni niðurstöðu. Það hefur engin séreinkenni og sker sig á engan hátt úr, er ekkert merkt eða neitt. Og ferðast ekkert endilega í hópum eins og ég hefði annars haldið. Það er eins og það grípi þetta fólk einhverskonar geðveiki og það ráði ekkert við sig og kalli bara allt í einu upp yfir sig: "áfram, áfram, áfram". Skrítið.
 
þriðjudagur, júní 28, 2005
|
 
Þá er stóra barið mitt lagt af stað í útlegð. Ég sé hana í ca. tvo tíma næstu tólf dagana. Við höfum sjálfsagt báðar gott af þessu, en ég veit að ég á eftir að sakna hennar og ég veit líka að það verður voða gott að fá hana aftur. Litla barnið sé ég hins vegar eftir sex tíma eða svo, en hann grét eins og ég væri að rífa út honum lifrina þegar ég fór úr leikskólanum. Merkilega öfugsnúið lið. Hvaðan ætli þau hafi það?
 
mánudagur, júní 27, 2005
|
 
Eftir að mér er orðið ljóst að ég hef í ógáti eitrað fyrir afmælisgestum á laugardagin, vil ég nota tækifærið og biðjast afsökunar. Þetta var alveg óvart og ég heiti því að bjóða aldrei aftur upp á stórhættulegt sykurhúðað hlaup!
 
laugardagur, júní 25, 2005
|
 
Afmæli. Hlátur. Grátur. Rigning. Sól. Þrumur. Kökur. Brauð. Kaffi. Safi. Hjól. Bað.....og allt þar á milli.
 
föstudagur, júní 24, 2005
|
 
Ég get ekki hlaupið í tuttugu og þriggja stiga hita. Það er bara ekki hægt. Í dag var ég eins og sigurvegari í blautbolskeppni áður en ég var lögð af stað ( hér geng ég út frá því að í blautbolskeppni vinni sá sem er í blautasta bolnum). Það bograði svoleiðis af mér svitinn bara við það að fara í hlaupagallan að þegar ég var komin út á tröppur snéri ég við. Mission impossible. Ætla bara að hamast við að taka til og þrýfa í gallanum í staðinn og gera svo nokkrar armbeygjur á eftir. Það er nefnilega væntanlegur hingað ákaflega mikilvægur næturgestur og foreldrum viðkomandi er nógu mikið í nöp við mig svo ég ætla ekki að verða til þess að aðilinn komi allur í rykhnoðum heim.
Jú og ætli tiltektin sé ekki líka út af afmælinu sem stendur til á morgun. Auðvitað er morgundagurinn eini dagur vikunar sem er spáð þrumum og eldingum með tilheyrandi rigningu, einmitt þegar ég þarf að nota "útið" til að halda afmælisveislu sonarinns. Og þá kveð ég.....bless.
 
miðvikudagur, júní 22, 2005
|
 
Kvöld-, miðnætur-, og morgunógleði. Frekar þykir mér það nú dúbíus.
 
þriðjudagur, júní 21, 2005
|
 
Ég hef ekkert að segja þessa dagana. Er mest í því að safna orku og svoleiðis stöff. Gæti svo sem alveg skrifað um það hvenær ég vaknaði, hvað ég fékk í morgunmat og hvort sturtan hafi verið heit eða köld. En ég nenni því ekki. Skrifa frekar þegar mér verður mál að skrifa næst.
 
mánudagur, júní 20, 2005
|
 
Aginn hefur ekkert látið á sér kræla. Ætli ég búist þá ekki bara við honum á morgun og njóti dagsins.
 
sunnudagur, júní 19, 2005
|
 
Mikið er þetta búin að vera annasöm helgi, en góð engu að síður. Forvitnilegt hvort sjálfsaginn sem ég þarf á að halda, láti sjá sig í góða veðrinu sem er spáð á morgun.
 
föstudagur, júní 17, 2005
|
 
Þá er ég búin að selja kökur og kaffi. Endalaus endalok.
 
fimmtudagur, júní 16, 2005
|
 
...en nú er ég komin í sumarfrí..hihíhí!
 
|
 
Mikið gekk mér illa í prófinu. Ekkert um það að segja, var samt næst hæðst.......en fékk bara sjö. Glatað.
 
|
 
Jæja. Þá er hann loksins kominn þessi fimmtudagur sem ég er búin að bíða svo mikið eftir. Hann er alveg eins og ég var búin að ákveða, kannski svolítið sibbnari, en annars fullkominn. Sólin skín og lífið brosir við mér. Nú þarf ég bara að láta tíman líða fram til klukkan þrjú og svo verður allt búið klukkan tuttugu mínótur í fjögur.
Þið megið alveg hugsa til Benjamíns áfram (aðgerðin gekk ágætlega, sprak hljóðhimna vinstra megin og blæddi svolítið, en hann er hress eftir atvikum og með rosaflottan hanakamb) en líka pínkupons til mín í dag, klukkan fimmtán tuttugu í stofu 25.1.21.
 
miðvikudagur, júní 15, 2005
|
 
Skapgóður mjólkurfræðingur óskast. Verður að vera snyrtilega til fara.
 
|
 
Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar það eru fleyri kókflöskur í "tómuflöskuskápnum" en bjórflöskur, eins og raunin er hjá mér núna. Stefni heilshugar að því að bæta úr þessu hið fyrsta.
En annars sá ég dauðan kött áðan. Ætli það sé ekki fyrir góðu að sjá dauðan kött?
 
|
 
Fagurhólsmýri; suð-suð vestan fjórir, þokuloft, hiti níu stig. Vá hvað heimþráin tekur stundum á sig skrítna mynd. Fagurhólsmýri!!!!
 
þriðjudagur, júní 14, 2005
|
 
Djöfull er ég öfugsnúin. Ætlar þetta engan enda að taka?
 
mánudagur, júní 13, 2005
|
 
Ég svaf illa í nótt. Vildi frekar að ég hefði látið illa!
 
sunnudagur, júní 12, 2005
|
 
Persónulegt hlaupmet slegið í dag; sex km. á 31 mín. En svo er ég líka búin að brenna mig á vísifingri hægri handar, það hefur örugglega gerst áður, ekkert met þar. En hins vega er ég vissum að hafa slegið evrópumet í að sofna yfir skólabókum í morgun, átta sinnum, takk fyrir takk, frá klukkan átta til eitt! En það borgar sig nú að vera vel hvíldur þegar maður fer í munnlegt próf svo maður geispi ekki og gapi allan tíman.
 
laugardagur, júní 11, 2005
|
 
Ég fékk morgunmat í rúmið, ligga ligga lá!
 
föstudagur, júní 10, 2005
|
 
Ég reddaði mér (vona ég), Þorbjörg Salka var stjarna skemmtikvöldsins, Arnaldur er kominn með hlaupabólu, kaka númer tvö er í ofninum ( þá eru bara fjórar eftir) og fullur pottur af rabbabarasultu á eldavélinni.
 
|
 
Ég var að pæla í að biðja alla um að hugsa til mín í dag milli níu og þrjú. En ég vil frekar að við hugsum öll til Benjamíns sem fer í aðgerð í dag. Ég redda mér.
 
fimmtudagur, júní 09, 2005
|
 
Æ, ég er hætt þessu rugli. Reikna með því að fá heimsókn af breskum sögueingli í nótt og prófið verður pís of keik. Ef maður getur búið til líf á "núllkommaeinni" hlýtur maður að geta gert söguritgerð á sex tímum. Er það ekki?
Ég ætla allavega út að leika og svo á skemmtikvöld hjá núllta ex......ekki leiðinlegt það.
 
|
 
úff og púff og mera púff. En mig vantar ekki lengur uppþvottabursta. Ég gleðst yfir því af einhverjum undarlegum völdum.
 
miðvikudagur, júní 08, 2005
|
 
Mig vantar uppþvottabursta, öskubakka og verkjatöflur. Ætli ég geti fengið þetta eftir telipatískum leiðum?
 
|
 
Eitt af mínum fjölmörgu skildustörfum er að framreiða te á morgnana fyrir karlrembuna mína. Núna, liggur hann í sófanum, með lokuð augun og er varla vaknaður en hann er búinn að biðja þrisvar um teið. Ég er alls ekki að standa mig!
 
þriðjudagur, júní 07, 2005
|
 
Nu stopper festen! Ég held að það sé kominn tími fyrir mig að fara að flytja héðan, ég er orðin allt of dönsk. Í kvöld var "fællesspisning" ( samboðun/samát??) í leikskólanum hans Arnaldar og ég fór út í búð í morgun til að kaupa kjúklingalæri til að taka með. En þau voru ekki til í búðinni þannig að ég greip bara það næsta úr frystiskápnum sem ég myndi vera eldsnögg að elda. "Fiskefileter" Setti svo remúlaði í skál, skar niður sítrónu og volá: danskur delikatasse !
Þetta hitti svo svakalega í mark og rann út eins og heitar lummur, en stakk óneitanlega í stúf innan um samósur og fylltar vínberjablaðarúllur og ég veit ekki hvað og hvað útlensk og exótískt.
 
|
 
Af því að ég ar að fara í próf í breskri sögu á föstudaginn, finnst mér við hæfi að taka upp siði fyrrverandi forsætisráðherra breta. Nú sef ég í hámrk sex tíma eins og járndrottningin. Ég á nú ekki von á að vitneskja um svefnvenjur hennar hjálpi mér í prófinu, en kannski næ ég að lesa efnið yfir einu sinni ef ég geri eins og hún. Margrét Thatcher hjálpaðu mér!
 
mánudagur, júní 06, 2005
|
 
Mikð gengur mér vel að læra. Þetta er engin hemja. Og svo á Lára vinkona mín afmæli í dag. Til hamingju með það.
 
sunnudagur, júní 05, 2005
|
 
það vantar einhvern til að vera á benínstöðinni í bílaleiknum. Annars er allt gott!
 
laugardagur, júní 04, 2005
|
 
Djös....au per stúlkan er farin!
 
föstudagur, júní 03, 2005
|
 
það er voða erfitt fyrir viðkvæmar sálir eins og mig að vera á ferli þessa dagana. Maður kemst varla úr sporunum af því að maður verður að hafa gát á sér til að drepa ekki snigla.
 
|
 
þetta lítur út fyrir að vera reglulega góður dagur. Gaman að fá að fara í próf í dag. Ég hlakka til, komin með bleika pæju eyrnalokka og allt!
 
fimmtudagur, júní 02, 2005
|
 
Það er endalaus barátta hér á morgnana. Ókey...kannski ekki endalaus, gengur meira svona í bylgjum. Og nú erum við niðri í öldudal þar sem ALLIR meiga vaka miklu lengur en mín börn. Það er rosa erfitt að vakna, ennþá erfiðara að klæða sig í fötin og það allra versta er að láta greiða á sér hárið. Það er leiðinlegatsa mamma í heimi sem fer af stað með börnin á morgnana, en sem betur fer náum við nú að sættast á leiðinni í skólan, yfirleitt. En mikið svakalega er þetta leiðinleg lúppa. Mikið hlakka ég til að fara í sumarfrí, hvenær sem það nú verður.
 
miðvikudagur, júní 01, 2005
|
 
Í dag er ég búin að vera alveg einstaklega heimsk og vitlaus. Það er mjög uppbyggilegt svona tveim dögum fyrir próf. Svo er ég búin að gera dagin ennþá betri með því að hafa túrverki sem nægja fyrir svona fjórar blæðingar. Ja, hvað get ég sagt? Góður dagur bara!
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com