Obb bobb obb !!!!
föstudagur, nóvember 30, 2007
|
 
Mikið er það hressandi að þurfa að hafa sig alla við til að geta hjólað niður brekku í fyrsta gír!

Skemmtileg pælingin um jólameyjarnar sem hún Rósa Guðbjartsdóttir skrifar í 24 stundir í dag. Leiðinlegt samt að hún þurfi að skemma annars góðar vangaveltur með því að vera að bauna á femínista og Egil Helgason.
Umræða um það annars ágæta fólk fer rosalega í taugarnar á mér. Má ekki Egill bara alveg ráða efnistökum í sínum þætti?
Getur það verið að sjónvarpsþáttur eigi einn að bera ábyrgð á að rétta kynjamisrétti og misræmi í þjóðfélaginu?
 
fimmtudagur, nóvember 29, 2007
|
 
Ég átta mig ekki á því hvort það sé sorgar- eða gleðifrétt sem er framan á fréttablaðinu í dag, þessi um tjaldfólkið. Þau fá að búa saman, spila á gítar og svona og eru alveg að fara að taka sig saman í andlitinu og minnka sprittneysluna. Og svo geta þau sprænt í glæsibæ...
 
þriðjudagur, nóvember 27, 2007
|
 
Ég mæli með að fólk fari í ullarsokkana utan yfir stígvélin í dag ef það vill geta fótað sig almennilega. Fyrir okkur hins, sem erum veik fyrir (eða á) svelli, mæli ég með converse strigaskóm!
 
mánudagur, nóvember 26, 2007
|
 
Ja, hérna hvað mér finnst erfitt að fara framúr. Eða vera framúr, réttara sagt. Ekkert mál að fara aðeins framúr. En enn minna mál að fara aftur uppí bara. Svei mér þá.
 
föstudagur, nóvember 23, 2007
|
 
Það er ekki endilega alltaf auðvelt að alast upp í mínum húsum. ÞS vaknaði í morgun með hálsbólgu og hósta, sem hljómaði eins og eitthvað úr öðrum heimi, og þráði ekkert heitar en samúð og umhyggju, en hvorugt fékk hún greyið.
Í hvert sinn sem hún hóstaði, sagði AG "hættu að gelta" og ég sprakk úr hlátri. Aftur og aftur.
Á milli hlátursrokanna tókst mér samt að útbúa handa sjúklingnum tebolla, sem verður að duga, hvað umhyggju og samúð varðar, eitthvað fram eftir degi.
 
fimmtudagur, nóvember 22, 2007
|
 
Hafragrautur góður er,
gæða sér á honum ber...

Mundi allt í einu hvað mér finnst hafragrautur góður á köldum vetrarmorgnum. Það var gott að endurnýja kynnin.
Annars er bara vika eftir af skólanum og því getur hafragrautur ekkert breytt. Rosalega fljótt að líða, maður. En þá þarf ég bara að lesa svolítið fyrir próf og svo er þetta bara búið í bili.
 
miðvikudagur, nóvember 21, 2007
|
 
Venus blikar alltaf niður til mín á morgnana. Það er voða notalegt.
 
mánudagur, nóvember 19, 2007
|
 
Ég elska beygingarlýsingu íslenskar málstöðvar. Já, hreinlega elska!
 
|
 
Af hverju geri ég hlutina ekki almennilega? Mér finnst ég alltaf vera á einhverju hundavaði með allt. Og mikið finnst mér það nú vera orðið þreytandi.Og hvers vegna geri ég aldrei neitt í því? Ég er alvarlega farin að efast um að ég eigi nokkurt erindi í meistaranám. Veit ekkert hvað ég á að gera eða hvernig ég á að byrja á að reyna að breyta mér. Verða duglegri. Atorkumeiri. Ofurmanneskja.
 
föstudagur, nóvember 16, 2007
|
 
Sódómískt stjórnleysi náði á okkur tökum í dag. Það byrjaði svo sem nógu sakleysislega; með smá súkkulaði á eftir banananum. Svo röðuðum við í okkur súkkulaðikökum og poppi og súkkulaðikökum og kjúklingi og frönskum og kók. Ég held samt að ég þurfi að láta örlítið meira í mig til að ná toppnum. Já, eða botninum. Hressilegt að lenda í svona ógeði stöku sinnum, minnir mann á hvað maður lifir annars heilbrigðu lífi.

Ég hlakka annars voða mikið til morgundagsins. Þá verður þrifið og lært og tekið til og keypt inn og legið í leti og hlustað á háa tónlist og svo fáum við lítinn frænda í næturgistingu. Ég elska svona daga sem maður þarf ekkert að fara, nema bara ef manni langar.
En nú þarf ég að fara að fá mér aðeins...
 
|
 
Dagurinn á víst að vera góður fyrir fólk til að gefa mér hýr augu. Hvert fer maður til að fá gefins hýr augu? Mig langar í augu, sérstaklega hýr...
 
fimmtudagur, nóvember 15, 2007
|
 
Ég er eitthvaðsvo mikið úti á þekju. Finnst eins og ég sé ekkert með í þessu öllu. Standi bara og horfi á úr fjarska. Svo reyni ég að þröngva mér inn í málefni líðandi stundar með því að lesa blöð, horfa á fréttir eða hlusta á útvarp, en það hjálpar ekkert. Mér finnst ég bara verða meira utanveltu, ef eitthvað er. Ég finn til dæmis enga þörf fyrir því slaka á í jólaösinni! Alla vega ekki núna, um miðjan nóvember...
 
þriðjudagur, nóvember 13, 2007
|
 
Mikið óskaplega þarf þetta kerfi allt að vera þungt í vöfum. Stundum langar mig mest af öllu bara að leggjast í gólfið og grenja. En ég geri það auðvitað ekkert, ekki einu sinni í huganum. Berst bara og berst.
 
mánudagur, nóvember 12, 2007
|
 
Mér fannst merkilegt að heyra hæstaréttarlögmann og varaþingmann tala um hve mikilvægt væri að samfara breytingum á barnalögum sem liggja fyrir alþingi, komi til hugarfarsbreyting sem leiði til þess að báðir foreldrar hafi jafna möguleika á að finna sér nýja maka eftir skilnað, án þess að blanda börnunum í málið.
 
sunnudagur, nóvember 11, 2007
|
 
Ég á frábær börn. Framúrskarandi foreldra og fín systkini. Vinirnir eru eru heldur ekki af verri endanum. Ég er ákaflega lánsöm manneskja.
Takk.
 
föstudagur, nóvember 09, 2007
|
 
Partý og málræktarþing á döfinni.
Hér eru búnir að vera voðalega þægir og góðir gestur undanfarið. Það er mjög gott.
 
miðvikudagur, nóvember 07, 2007
|
 
...hvernær kemur hann þessi í hvíta bolnum og segir; ho, ho, ho I say hey, hey, hey ?
 
þriðjudagur, nóvember 06, 2007
|
 
Í dag ætla ég að reyna að sleppa taki.
En auðvitað ætla ég líka að læra og svona ýmislegt, en aðallega sleppa...
 
mánudagur, nóvember 05, 2007
|
 
...hvenær kemur hann, þessi á hvíta hestinum og segir halló, halló, halló?
 
|
 
Já, þá er afmæli ársins búið. Takk fyrir kveðjur og komuna og síðast en ekki síst, takk fyrir mig.

Það í mér einhver óþreyja. Veit ekki hvort hún sé svo mikil að ég geti talist full af henni, en hún virðist vera að aukast og magnast. Mig langar mikið til að takast á við næsta kafla, hver sem hann er. Finnst ég hafa verið hér svo lengi, staðið í stað. En samt er ég óneitanlega nýkomin.

Verð að fara að vinna eitthvað núna. Sjóðurinn er orðinn ansi magur og bráðum neyðist ég til að fara að vinna á kassa í 10/11. þ.e. ef ég fæ mér ekki vinnu áður. Ætli sé þá ekki best að reyna að koma sér í almennilega vinnu hið fyrsta. Ég hef samt aldrei unnið í búð og það þótti nokkuð eftirsóknarvert af vinkonum mínum hérna í eina tíð að verða búðarkona svo kannski bara...
 
laugardagur, nóvember 03, 2007
|
 
Afmæli á morgun, jej!
Forvitnir og kaffiþyrstir meiga kíkja á mig milli klukkan þrjú og fimm.
Pís.
 
fimmtudagur, nóvember 01, 2007
|
 
Fyrir viku var foreldrum og systkinum krakkanna í kirkjuhópnum hennar ÞS boðið að koma með á næsta fund til að útbúa jólapakka í skókassa fyrir munaðarlaus og fátæk börn í Úkraínu. Fundurinn var svo í gær og við AG þrömmuðum með ÞS upp í kirkju með skókassa og stöff til að setja í þá.
Reyndar kemur þessi trúaráhugi dóttur minnar mér algerlega í opna skjöldu og hef sjálf enga áherslu lagt á guð, eða trú yfirhöfuð á heimili okkar. Tók samt þann pól í hæðina að kirkju-"skóli" eða -stund myndi líklega ekki skaða hana á neinn hátt, -veit ekki til þess að hjálpræðishers samkomur sem ég álpaðist stundum inn á þegar ég var barn, í eilífri von um að fá gullstjörnur, hafi skaðað mig á neinn hátt- og minni hana á að fara af stað þegar stundin nálgast.
Já, við fórum sem sagt með í gær. Þar var alveg slatti af krökkum, svona 15-20 stykki, en engin systkini og engir foreldrar, nema auðvitað ég og AG. Eitt foreldr og eitt systkin.
Ég veit ekki alveg við hverju ég bjóst. Ég átti nú ekki von á því að það kæmu allir með einhvern með sér, en ég verð að játa það að mér fannst alveg stór furðulegt að vera sú eina sem tók boðið til sín.
Ég get alveg dregið fullt af ályktunum og rýnt í framtíðina í ljósi þessarar kirkjustundar, en nenni því ekki hér.
Við útbjuggum þrjá pakka, fyrir þrjá krakka sem búa langt í burtu. Og það er auðvitað það sem máli skiptir.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com