Obb bobb obb !!!!
fimmtudagur, nóvember 01, 2007
|
 
Fyrir viku var foreldrum og systkinum krakkanna í kirkjuhópnum hennar ÞS boðið að koma með á næsta fund til að útbúa jólapakka í skókassa fyrir munaðarlaus og fátæk börn í Úkraínu. Fundurinn var svo í gær og við AG þrömmuðum með ÞS upp í kirkju með skókassa og stöff til að setja í þá.
Reyndar kemur þessi trúaráhugi dóttur minnar mér algerlega í opna skjöldu og hef sjálf enga áherslu lagt á guð, eða trú yfirhöfuð á heimili okkar. Tók samt þann pól í hæðina að kirkju-"skóli" eða -stund myndi líklega ekki skaða hana á neinn hátt, -veit ekki til þess að hjálpræðishers samkomur sem ég álpaðist stundum inn á þegar ég var barn, í eilífri von um að fá gullstjörnur, hafi skaðað mig á neinn hátt- og minni hana á að fara af stað þegar stundin nálgast.
Já, við fórum sem sagt með í gær. Þar var alveg slatti af krökkum, svona 15-20 stykki, en engin systkini og engir foreldrar, nema auðvitað ég og AG. Eitt foreldr og eitt systkin.
Ég veit ekki alveg við hverju ég bjóst. Ég átti nú ekki von á því að það kæmu allir með einhvern með sér, en ég verð að játa það að mér fannst alveg stór furðulegt að vera sú eina sem tók boðið til sín.
Ég get alveg dregið fullt af ályktunum og rýnt í framtíðina í ljósi þessarar kirkjustundar, en nenni því ekki hér.
Við útbjuggum þrjá pakka, fyrir þrjá krakka sem búa langt í burtu. Og það er auðvitað það sem máli skiptir.
 
Comments:
gott hjá ykkur.
við björn ætlum einmitt að útbúa pakka fyrir úkraínu börn.
undarlegt að engin skuli taka boðinu.
og gott hjá sölku að fara í kirkjuhóp, finna út úr því sjálf hvað hún vill. og þá var það ekki meir að sinni annað en, sjáumst á morgun.
og við hlökkum svo til. ibú
 
vei, fáum við að sjá ykkur strax á morgun?
AG sagðist bara ætla að fara aftur að sofa í morgun og sofa allan daginn því þá myndi Björn bara koma strax!!!
Ég hafði nú samt vara á því og sagði að kannski þyrfti hann að heimsækja ömmur sínar fyrst...en ég hringi í kvöld, til að tjékka á málum...
 
Já, þetta er dæmigert.
Ég lendi einmitt stundum í því að vera eina mamma eða Eyjó eini pabbinn sem mætir á foreldrafundi og það er bara vandræðalegt!
 
hmm, foreldrarnir eru kannski allir að lesa ný útgefnu biblíuna? eða tíu litla negrastráka...
en gott hjá ykkur, þið eruð góð
 
Skrifa ummæli



<< Home

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com