Obb bobb obb !!!!
mánudagur, júlí 31, 2006
|
 
Sólarupprás í Sönderborg Posted by Picasa
 
|
 
Jesper með afkvæmin Posted by Picasa
 
|
 
Síðasta kvöldmáltíðin Posted by Picasa
 
|
 
Jótlandsmeistarinn í strandblaki, hehe... Posted by Picasa
 
|
 
Andarungar fyrir utan dyrnar okkar Posted by Picasa
 
|
 
Framan eða aftan á? Posted by Picasa
 
|
 
ÞS hoppar af þriggja metra bretti Posted by Picasa
 
|
 
Þorbjörg Salka í sundfimleikum! Posted by Picasa
 
|
 
Glaður marglytturveiðimaður Posted by Picasa
 
|
 
Marglyttur Posted by Picasa
 
|
 
Arnaldur og Karen i "den hemlige hule" Posted by Picasa
 
|
 
Krakkar að fara að sofa Posted by Picasa
 
|
 
Stöndin að kvöldlagi Posted by Picasa
 
|
 
Myndirnar segja líklega mikið og ég veit ekki hversu mikla ferðasögu ég nenni að segja, en hér er það helsta: Ég spilaði og æfði strandblak í sex daga, lágmark 2,5 tíma á dag. Tækniæfingar og leikir. Mest æfingar samt, vegna þess að það var spilað um eftirmiðdaginn og þá fannst Arnaldi að ég ætti að leika við hann frekar en að spila blak svo ég gerði það alla dagana nema föstudaginn. En það var svo sem nóg, ég og Thomas nokkur Nilsen lentum í þriðja sæti í "mix" mótinu sem haldið var loka daginn. Ég bíð ekki í það hvernig hefði farið ef ég hefði spilað jafn mikið og allir hinir...
Tvo eftirmiðdaga fernum við heimsókn frá Christal sem kom með okkur á ströndina einn daginn og að skoða Sönderborg Slot hinn. Sjórinn var heitur og góður og AG fiskaði upp allar dauðar marglyttur á tveggja mílna svæði við ströndina, stoltur og glaður með aflan, auðvitað. Félagsskapurinn góður og stundirnar ánægjulegar.
Krakkarnir voru í leikjum og sundferðum og á krabbaveiðum á meðan ég æfði mig og undu sér vel, Þorbjör þó öllu betur en Arnaldur sem kann því ekki vel að vera sviptur móður sinni. Hæst bar í krakkadagskránni að ÞS stökk af 3ja metra stökkbretti í sundlauginni og stóri krossfiskurinn sem AG veiddi og bar í fötu laga leið, frá smábátahöfninni til að sína móður sinni. Umhverfið og veðrið voru æðisleg og svo er ekki amalegt fyrir húsmæður að fá góðar og vel útílátnar máltíðir þrisvar á dag og kaffi og kökur og ávexti þeirra á milli án þess að þurfa að lyfta littla fingri. Við hittum mikið af góðu fólki og skemmtum okkur hið besta í skólanum. Á leiðinni heim heimsóttum við fyrrverandi nágranna okkar sem eru nýflutt til Sönderborgar. Þar var vel tekið á móti okkur og við lágum hjá þeim í vellistingum í sólarhring áður en við héldum heim, þreytt og sæl.
 
|
 
Hún dóttir mín er alveg á óþolandi skeiði núna. Það er alveg sama hverju við tökum uppá, það er aldrei nóg. Alltaf skal hún biðja um meira, lengra, hærra. Á morgun ætlum við í tjaldferð og sofa í eina nótt, hún má taka vinkonu sína með en er samt graut fúl að fá ekki að vera í tvær nætur. Skildi hún vera búin að gleyma því nú þegar að við erum búin að vera í viku að heiman og komum heim í gær?
 
|
 
Smjörþefur. Ferðasagan er alveg að koma... Posted by Picasa
 
|
 
Ég er búin að vera að strögla við picasa í allan en það harðbannar mér að setja inn blakmyndir. Ef svona heldur áfram neyðist ég víst til að skrifa ferðasöguna.
 
sunnudagur, júlí 30, 2006
|
 
Það rann upp fyrir mér þegar ég var að labba heim úr strætó, þreytt og sæl með ferðatösku fulla af skítugum fötum og ákaflega lúinn og hálf lasinn dreng mér við hlið, að ég hef bara hreint ekki séð einn einasta hundaskít í viku.
Danmörk er stærri en Kaupmannahöfn og Sønderborg er fallegur bær.
 
þriðjudagur, júlí 25, 2006
|
 
Eg er med marbletti a innanverdur framhandleggjunum. Öllum! Vid erum ad skropa i "morgensamling", mer finnst tjodernisrembingurinn sem fellst i ad syngja danmark er en smuk ung pige vera einum of. Annars er allt gott, solin skin, maturinn er godur, umhverfid ædislegt, krakkarnir katir og mer illt i rassinum.
 
sunnudagur, júlí 23, 2006
|
 
Jæja þá leggjum við í hann. Með alltof mikið af nesti og allt of mikið af fötum og rosalega mikið af góðu skapi.
 
laugardagur, júlí 22, 2006
|
 
Hér sit ég sveitt og bólgin af hita og pizzuáti. Mér líður eins og ég sé hundrað kíló en það getur þó varla verið að ég sé orðin svo þung af því að ég komst í gallabuxurnar mínar rétt áðan. Ég hef ekki hugmynd um af hverju ég fór í þessar gallabuxur, en kenni sjálfspíningarhvöt um að einhverju leiti. Það er alls ekkert gott að vera sveittur í gallabuxum.
Ég þarf að pakka niður og drullast í sturtu, en kem mér ekki að verki. Sit heldur og sötra hvítvín og horfi dreymandi á myrkrið þokast yfir. Kannski hitti ég draumaprinsinn í Sønderborg...
 
|
 
Á morgun leggjum við af stað í íþróttaskólann. Og ég er svo hégómagjörn að ég hef mestar áhyggjur af því að við lítum ekki nógu "íþróttalega" út, ekkert okkar. Við eigum enga flík með íþróttalógói á og heldur ekki íþróttatösku. Ég veit ekki hvernig við eigum að bera okkur að, en kannski er bara málið að vera sjúklega góður í íþróttum á meðan við erum á staðnum og bæta lúkkið upp með stórbrotinni frammistöðu.
En annars hlökkum við svaka mikið til, við verðum alveg við ströndina og skóginn og getum hlaupið og leikið og hlaupið og leikið.
 
föstudagur, júlí 21, 2006
|
 
Við Arnaldur erum sammála um að nú séu grasið og tréin glöð. Það er farið að rigna. Ég er reyndar á því að regn sé líka holt fyrir mannfólkið en hann er ekki sammála því, sonurinn. Hann hlýtur að skipta um skoðun ef ég dreg hann út í pollaleiðangur á eftir. Það er svo gaman að pollast og það er örugglega hollt líka.
 
fimmtudagur, júlí 20, 2006
|
 
Allir með fléttur! Posted by Picasa
 
|
 
Nesti í sundi Posted by Picasa
 
|
 
í dag ætlum við í sund og vera allllllan daginn.
 
miðvikudagur, júlí 19, 2006
|
 
Eftir langan hlaupahjólatúr með AG klippti ég á honum toppinn. Nú er hann alveg eins og Svíi...kvíði því svolítið að pabbi hans sjái hann, en drengurinn er þó ekki farinn að segja "ja vist". En það kenur, það kemur.
 
þriðjudagur, júlí 18, 2006
|
 
...mikið eru þau yndisleg blessuð börnin...
 
|
 
Ég er nú meiri apakötturinn. Stundum held ég í alvöru að ég geti reykt í laumi fyrir sjálfri mér...
 
|
 
Æi, svo hætti hundurinn bara við að koma. Og ég sem var alveg komin í gírinn og búin að segja krökkunum frá og allt. En ég vona bara að þau verði glöð að koma heim, ég veit að ég get varla beðið. Kannski ég drífi mig bara út á flugvöll og bíði eftir þeim....tja eða ekki bara
 
mánudagur, júlí 17, 2006
|
 
Það var að renna upp fyrir mér að fyrst ég er að fara að passa hund þá er ég líka að fara að setja hundaskít í poka. Það er nú ekki mjög spennandi, finnst mér. Og svo þegar ég er úti að láta hundinn skíta þá fer örugglega alls konar "hundafólk" að tala við mig. Það er nú ekki mjög spennandi, finnst mér. En ef að maður er beðinn um að passa hund, þá passar maður hund! Handfjatlar skít og talar við hundafólk. Ég er viss um að krökkunum á eftir að finnast frábært að hafa Emmu í heimsókn.
Talandi um heimsóknir...
 
sunnudagur, júlí 16, 2006
|
 
Fjúff, nú er ég að fara að passa hund í viku!
 
|
 
Fjúff, hvað var gaman í gær...
 
laugardagur, júlí 15, 2006
|
 
Í dag ætla ég að aka bifreið alla leið til Árósa og aftur ti baka. Ég er að fara á tónleika með Sting og mér finnst rétta að segja að ég sé að fara að sjá hann frekar en heyra. Ég veit ekkert hvað hann ætlar að spila fyrir mig en ég veit að mér finnst hann ægifagur. Ég ætla að hafa þetta góðan og skemmtilegan dag.
 
föstudagur, júlí 14, 2006
|
 
Mig dreymir svo mikið um þessar mundir að það er varla tími fyrir svefn. Undir morgun bar ég ofurlítið stúlkubarn í drauminum. Hún var í bleikum prjónafötum með húfu í stíl. Agnarsmá og falleg. Ég passaði hana vel, hún var systir mín.
Í sama draumi gegnu fram hjá mér flugleiðaflugfreyjur í tugavís. Ég þekkti sumar og heilsaði auðvitað. Allar voru þær í bláu dröktunum og allar voru þær í svörtum og hvítum skóm sem pössuðu ekkert við átfittið. En mér var alveg sama, ég var að gæta systur minnar.
 
fimmtudagur, júlí 13, 2006
|
 
Einhvertíma á þrettándu öld skrifaði læknir frá Arabíu, Harun alMakhuzumi að nafni, eftirfarandi: Allah har skænket kvinder tynd og følsom hud. Derfor nyder de meget mere end mænderne, når de bliver kysset, aet, kælet for, kærtegnet blidt eller slikket. Kvindens hårløse krop, med dens bløde bølgende kurver, frembyder endeløse glæder for hende og for mandends øjne, hænder, tunge og penis. Lovet være Allah og taksigelser til ham for alle disse gaver.
Ég held að þetta sé alveg rétt hjá honum og auðvita ber okkur að þakka fyrir þetta, almætti að eigin vali. En fyrst og fremst finnst mér þetta óskaplega fallegt.
 
|
 
"But how can you put a train on a boat?" spurði spænska inter-rail stúlkan stórum augum þegar við nálguðumst Putgarden og hafði augljóslega af þessu nokkrar áhyggjur. Ég efast ekki um að augun mín hafai verið jafn stór og hennar þegar ég var á inter-rail, en ég held að ég hafi aldrei nokkurntíma pælt í því hvernig lestin færi frá A til B. Bara að hún bæri mig þangað sem ég vildi fara...
 
miðvikudagur, júlí 12, 2006
|
 
Komin heim eftir góðan túr. Merkilegt hvernig lífið lætur stundum við mann og tekur óvæntar beygjur.
 
mánudagur, júlí 10, 2006
|
 
I Kiel er gott ad vera. Verd fram a midvikudag. Ef einhver tharf ad na i mig er eg med gsm med mer. Annars er eg bara ad njota...
 
fimmtudagur, júlí 06, 2006
|
 
Ég er líka að fara í ferðalag...ligga ligga lá. En fyrst þarf ég auðvitað að kaupa mér möndluolíu. Maður fer ekki möndluolíulaus til Kiel.
 
miðvikudagur, júlí 05, 2006
|
 
Ég er ein heima. Alein. Engin börn, engvir gestir bara ég ein. Galein. Ég ætla að njóta þess.
 
þriðjudagur, júlí 04, 2006
|
 
Í nýja strandtjaldinu... Posted by Picasa
 
|
 
Ég er að fara á ströndina annan daginn í röð. Sól sól skín á mig...
 
laugardagur, júlí 01, 2006
|
 
Áðan henti ég vítamínkrukku í ennið á syni mínum. Það kom svakaleg kúla og smá gat. Auðvitað var þetta gert í tómri umhyggju, ég meina að henda vítamíninu í áttina til hans. En fyrr má nú aldeilis fyrrvera!
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com