Obb bobb obb !!!!
þriðjudagur, ágúst 10, 2004
|
 
Í dag klukkan rúmlega tvö kom ég inn, eldaði mat og bakaði pönnukökur (var sumsé ekki inni að vinna heldur úti að slæpast). Eitthvað fannst mér vera vond lykt inni hjá mér svo ég fór út með ruslið þegar ég fór til þess að sækja börnin. Svo vorum við úti að éta pönnukökur og sólbrenna frameftir degi, nema Siggi og Arnaldur fóru inn að baða sig og leika sér. Þegar ég kom svo inn klukkan sex var ókeðsleg ýldulykt inni hjá mér, en Siggi og Eggert sátu í makindum og ræddu málin. Ég byrjaði náttúrulega að leita uppruna þessarrar lyktar, þefaði af Sigga og Eggerti og Arnaldi og komst svo að því að þetta hlyti að var að kúkableiu, svo ég fór aftur út með ruslið. Þá fann ég lyktina líka úti svo ég ákvað að þetta kæmi upp úr niðurföllunum eða eitthvað. Gat nú samt etið kvöldmatinn, en setti tappann vandlega í vaskinn, lokaði klósettinu og meira að segja gluggunum. En hún fór ekki helv. stækjan. ÞS fór fram á gang með alla skó heimilisins til að hella úr þeim táfýlunni, sem hún uppástóð að þetta væri, en all kom fyrir ekki. Svo eftir að krakkarnir voru sofnaðir ( eða kannski misstu þeir meðvitund út af fnyknum) fann ég dauðan silung uppi á frysti!!!
Já, alveg gjörsamlega steindauðan silung út Hítarvatni.
Sé reyndar eftir því núna að hafa hent honum, hefði líklega geta komið honum í verð hjá einhverjum færeyingum.
Siggi var sem sagt að leita að ís fyrir börnin í gær, tekið fiskinn út og bara "gleymt" að setja hann aftur inn.
 
Comments: Skrifa ummæli



<< Home

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com