Furðuleg hún dóttir mín. Ég var að koma úr skólanum hennar og sá þar fyrirtaks fjölskyldumynd sem hún hafði teiknað af okkur. Sagðist svo hafa verið að þykjast að við hefðum átt lítinn bróður sem dó og teiknað leigstein á myndina. Með krossi og áletrun og öllu. Fyrst fannst mér það svolítið sniðugt en svo kom kennarinn og spurði mig hvort mér finndist myndin ekki flott, ég sagði auðvitað jú, en spurði hana líka hvort hún vissi hvað þetta gula með krossinum væri. Þá varð hún voða alvarleg og sagðist vita það því þorbjörg hafði sagt þeim frá litla bróur sínum! Það er alveg spurnig með þetta ímyndunarafl, það væri eflaust gott stundum ef hún gæti hamið það eitthvað.