Svona finnst mér að allir morgnar eigi að vera. Fyrst vaknaði sonur, svo maður, þá dóttir og loks konan. Útsofin og fín, líkust gyðju. Átum morgunmat í rólegheitunum, fórum í hossuleik uppi í rúmi og svo gerðum við morgunleikfimi inni í stofu sem endaði á söng og dansi.
En núna er líka kominn dagur, bjartur og fagur og ég ætla út að leika.