Það eru svo góðir svona dagar þegar allir sita úti í sólinni allan daginn, drekka kaffi og borða ís og ávexti. Svo fer að kvölda, þá kveikir einhver í grilli og allir nema ég fara að kaupa pylsur á grillið ( ég á nefnilega fiskibollur í ískápnum) og bjór og svo er sitið og etið og drukkið og hlegið þangað til það kemur myrkur. Málið er bara að mig langar alltaf svo að hafa bróir minn með. Hann myndi sóma sér vel á svona degi og enda með eldrauð eyru og bros alveg út að þeim. Það er ég vissum.
Annars er havnefesteval á íslandsbryggju í dag og stefnan kanski tekkin þangað eftir að húsbóndinn rís úr rekkju. Gallinn á svona festivölum er bara að það koma svo margir alltaf að það er varla pláss fyrir mann. En við sjáum til, sólin skín alla vega!