Það hefur einhver púki tekið sér bólfestu í mér. Í hvert sinn sem ég er í þann mund að byrja á einhverju þokkalega gáfulegu, tekur hann völdin, spillir mér og fær mig til að gera eitthvað sem ekkert vit er í. Og það verður bara að segjast að hann er miklu sterkari en ég og hefur meiri sannfæringarkraft. Í gær fékk hann mig til að sita úti í sólinni lungað úr deginum og núna í morgun náði hann að sannfæra mig um að það lægi ekkert á því að þvo þvott!
Kannski er hann með eitthvað rosalegt plan um framtíð mína. Best að bíða bara og sjá hvert hann leiðir mig og fara að lesa eins og hann segir að ég eigi að gera.........