Vaknaði mun hressari en í gær og útbjó hinn dæilegasta morgunverð, heilhveitipönnukökur og súrmjólk með brytjuðum ávöxtum, mmmm gott, gott. Eftir að ég skilaði AG til "Íbehh" fór ég í langan og góðan göngutúr. Og nú er ég hér, búin að vaska upp, tína saman dót og sópa. Ég er að leggja drög að deginum og ég held að hann nýtist best í að hugsa.
Annars er vona á apanum Dínu í helgarheimsókn til okkar, það verður eflaust mikið húllum hæ ( samt veit ég ekkert um það, hef aldrei haft apa í heimsókn fyrr, hvað þá heila helgi). Nú svo eru ekki nema tvær sumarhátíðir um helgina. Í frítíðs í kvöld og á kollegeinu á morgun. Það sér það hver maður að deginum er best varið í að hugsa.