Af því að ég læri svo sjaldan eitthvað nytsamlegt finnst mér sjálfsagt að deila því með ykkur. Í gærkvöldi lærði ég eftirfarandi: Sá sem er latur og nennir ekki að afla sér vídeóspólu, á ekki að fá einhvern annan til að ná í mynd fyrir sig. Það gæti orðið til þess að menn horfðu á
The prince and me ! Eflausti er þetta ekki mjög djúp speki, en vissulega umhugsunarverð.
En öllu alvarlegra er þó hversu lítið ég veit um broddgelti.Veit ekki einu sinni hvað þeir kallast á ensku og mér finnst bara algjört lámark að vita hvað dýr heita á þremur tungumálum. Ætla að bæta úr þessu hið fyrsta, en get samt ekki flett broddgelti upp í orðabókinni, ég veit jú ekki hvað hann heitir á ensku! þetta er nú meiri hringavitleysan..........