Búin að fara og tína svolítið af berjum. Þau eru sko góð og ég ætla aftur. Fann sultuuppskrift á netinu þar sem á að nota eitt box af brómberjum. Síðan hvenær varð "box" mælieining? Ætli ég verði ekki að reyna að redda mér boxi áður en sultugerðin hefst.