Ég er búin að éta svo mikið í dag að ég get ekki hreyft mig. Ekki það að ég þurfi eitthvað að vera að hreyfa mig akkúrat núna, en ég væri alveg til í að geta vaskað upp, til dæmis. Það verður samt bara að bíða til morguns. Vinnu hefur verið frestað til mánudags vegna anna á heimilinu.