Rétt í þessu bárust svakalegar stunur innan af klósetti þar sem AG er að leika sér með bílana sína. Ég náttúrulega hugsaði bara: jæja þá kúkar hann! En hann bara hætti ekkert, bara stunur og stunur og ég bara hugsa og hugsa hvað voðalega kúkar barnið mikið. Hafði mig loks í að standa upp og kíkja á þetta. Þá sat hann bara á rassinum og var að rembast við að toga blauta sokka af fótunum á sér.