Ég held að það sé best að ég segi sem minnst í dag. Ekki það að ég hafi ekki frá neinu að segja, heldur bara til að hlífa ykkur, myndi bara öskra á ykkur. Þó svo að það eigi ekki að vera hægt í rituðu máli myndi mér eflaust takast það í dag. Pirri, pirri pirr....
Og svo vil ég líka hlífa sjálfri mér, það geri ég með því að tala við sem fæsta þessa dagana, því þá segi ég alla vega ekki eitthvað ljótt við fólk og hífi mér við að þurfa að skammast mín fyrir skapofsan. Veðrið á vel við í dag, grátt, rok og rigning.