Það berast unaðsstunur frá heimili mínu sem hækka til muna innan skamms þegar ég skríð upp í rúmið mitt. Okkur finnst svo gott að vera komin heim. Mér finnst líka svo gott að eiga mann sem stendur með mér í gegnum súrt og sætt, líka sumarfrí! Það er búið að vera gaman og erfitt. En samt er alveg spurning hvort það sé ekki bara erfiðisins virði að fara svona þegar allir eru svona glaðir að koma heim. Siggi er farinn til grannana góðu og ég ætla að stelast upp í rúm á meðan. Kannski kemur ferðasagan á morgun..... og að lokum: ég fer í ensku í haust, byrja 6. sept. Gaman, gaman.