Ég var á brókinni allan daginn í gær að spóka mig innan um alla dönsku þjóðina, held ég svei mér þá! Ég þóttist bara vera orðin nokkuð brúna svona um miðdegið en þá kom Kristína hin afríska og eiðilagði það gjörsamlega fyrir mig. það er alveg sama hvað maður verður brúnn, maður er alltaf fölur við hliðina á henni. Siggi skemmti sér hið besta á bryggjunni, enda önnur hver kona hálfber, ÞS synti af miklum móð og AG svaf undir regnhlíf. Þau eru svo farin aftur af stað í þessa paradís en ég er á leið í vinnurnar mínar þar sem ég þarf að strita til klukkan sjö í kvöld. Ég brenn alla vega ekki á meðan!