Fór út í búð til að kaupa gulrætur til að hafa í matinn handa Birtu í kvöld ( sem ætlar að vera svo góð að passa fyrir okkur meðan við skemmtum okkur á foreldrafundi) og þær kostuðu mig, hundraðfimmtíuogníu og hálfa krónu! Það endaði auðvitað með að ég keypti líka feta ost, snuð, banana, kavíar, egg og mjólk en hey, mig vantaði eiginlega bara gulrætur.
Hér sannast það einu sinni enn að maður á ekki að fara út í búð í tíma og ótíma, það endar bara í vitleysu. Næst fær Birta bara engar gulrætur!