Ég er alveg að breytast í dana. Fór á foreldrafund í gætkvöldi og lét vægast sagt alveg eins og baun. Kjaftaði og blaðraði og hendin á mér var orðin næstum blóðlaus af því ég hafði alltaf eitthvað til málanna að leggja og þurfti þar af leiðandi alltaf að vera að rétta upp hönd. Ég meira að segja gekk svo langt að sitja fyrir kennurunum að fundi loknum til að spyrja persónulega um mitt barn. En ég er bara að reyna að "intergrere mig" eins og er stöðugt verið að tala um að við útlendingarnir eigum að gera.