Ég var ekkert lík gyðju í morgun. Verð líklega að fara að horfast í augu við það bráðum að það er eitthvað að mér í maganum. Kviðurinn á mér er eins og blaðra og mér er bara illt, illt, illt! Þá er frábært að eiga eftir að vinna allan daginn. Ég verð einmitt svo skapgóð þegar ég er með magapínu. Vona nú samt að haustveðrið sem er hjá mér núna verði til þess að það staldri einhverjir við í Jónshúsi í dag.