Ferlega óþægilegt að vakna, svona eins og ég í morgun, og geta með engu móti slökkt á vekjaraklukkunni. Ég sat sveitt í rúminu í heila eilífð (örugglega þrjár mínútur) og ýtti á alla mögulega og ómögulega takka á fokking klukkunni en ekkert gerðist. Svo rak ég mig í öllum hamaganginum í næstu klukku við og átttaði mig á að það var hún sem var að hringja!
Þurfti að liggja í næstum hálftíma í viðbót til að jafna mig. En jafnvel eftir það átti ég í stökustu erfiðleikum með að opna augun almennilega, og á enn...
Í dag byrjar restin af lífi mínu.