Í dag reiknast mér svo til að það séu fimm dagar þangað til ég á afmæli.
Jibbbbíííííí Hlakka til að verða þrjátíu og tveggja. Mér er búið að finnast voða gott að vera þrjátíu og eins svo eitt ár til getur örugglega ekki sakað. Ég held bara að þetta verði frábært. Finn það í maganum að það er eitthvað að gerjast. Eitthvað gott!