Ég er ekki alveg að fíla þetta frí, a.m.k ekki eftir að rauðvínið kláraðist. Ég nenni ekki að gera neitt af viti og helst af öllu vildi ég sofa fram eftir degi alla daga. En það get ég ekki af því að þá finnst mér ég vera að svíkjast um svo ég enda á því að lufsast allan daginn án nokkurar stefnu. Þetta er ómögulegt.