Sendum Mál af stað til Vilníus í morgun með timburmenn og andfýlu mikla í handfarangri. Eins gott að ég þarf ekki að sitja við hliðinni á honum í vélinni. Hann er búinn að vera hjá okkur í tvær nætur, nauðugur viljugur. VIð vorum nefnilega búin að fá fyrir hann gestaherbergi hér á Garði, en hann komst aldrei inn í það.
FJölskyldu lífið blómstar hjá okkur þó ég sé loksins búin að fækka heimilis"mönnum"um kakkalakkana í eldhússkápunum. Í niðurfallsrörinu ínni á baði var farið að spretta eitthvað gras. Siggi er að umpotta og ætlar að hafa skítagras í stofunni. Hann er svo nýtinn þessi elska.