Mér finnst Kól Porter æðislegur. Er smá skotin í honum. Var í bíó, sá ástarmynd sem var góð. Svo góð að eitthvað inni í mér gólaði: "ég vil lenda í ástarævintýri" Tékka hvort Siggi sé til í smá svoleiðis.
Einu sinni fór ég í bíó með strák sem ég þekkti ekki neitt, hann var frændi einhvers sem einhver vinkona var að dandalast með, minnir mig. Það var svolítið skrítið, en gekk vel. Við gerðum grín að okkur og öllum hinum sem voru í bíó á sunnudagskvöldi án þess að þekkjast.
Í hádeginu hitti ég konu sem ég hef aldrei hitt áður. Það var skrítið. En samt lítur út fyrir að ég ætli að hitta aðra ókunnuga konu á sunnudaginn.
Ég er eitthvað skrítin þesa dagana.
Í kvöld ætla ég að elda eitthvað með reyktum laxi handa Ólöfu og hafa skítkalt hvítvín með. Ég þekki Ólöfu.