Stundum er bara ágætt að skilja ekki efnahagslífið. Ég á engin hlutabréf neins staðar, er ekki viðskiptavinur Glitnis en notfæri mér hins vegar stundum prentþjónustu Seðlabankans, þegar mig vantar pening. Held að sú þjónusta eigi ekkert eftir að breytast við þetta mikla sjokk.
Ég get bara haldið áfram að vera glöð með góða veðrið og lífið mitt.