Á laugardaginn gekk ég yfir Hengilinn með nesti fyrir fjóra. Síminn minn varð tímabundið meðvitundarlaus vegna rigningar og ég komst að tvennu á leiðinni: gönguskórnir mínir eru alls ekkert lélegir og ég verið að fá mér nýjan regngalla hið fyrsta. Annars var gönguferðin mjög hressandi og góð. Skyggnið var næstum ekkert og það eina sem ég sá á leiðinni voru skórnir mínir og berjalyng (og nú ýki ég auðvitað aðeins).
Á aðfaranótt sunnudags var reynt að brjótast inn til okkar. Það var frekar óskemmtileg reynsla, þegar loksins rann upp fyrir mér á sunnudagsmorgun að sú væri raunin. Fékk skammir frá löggunni fyrir að hafa ekki tilkynnt þetta um nóttina. Hvernig á maður að átta sig á svona löguðu, nývaknaður um há nótt?
Nú á ég á alla vega tvö splunkuný stormjárn!
Sunnudagurinn fór mest megnis í dútl og leti. Fórum svo í sveppaleiðangur í Elliðaárdalinn og í kjölfarið í kaffi til Jódu, Atla og Stúlku.
Þetta var sem samt hin ágætasta helgi.
Takk.