Obb bobb obb !!!!
sunnudagur, maí 03, 2009
|
 
Um daginn hitti ég fyrsta strákinn sem ég kyssti. Hann er reyndar orðinn virðulegur maður núna, fullorðinn með velmegunarbumbu. Við bókstaflega rákumst hvort á annað og uppúr honum hrökk "Heiðrún, þú hefur ekkert breyst!"

Kossinn sem allir mínir kossar hafa verið miðaðir við var kysstur fyrir 27 árum. Ég og kyssandinn umgengumst hvort annað í um það bil tvö ár eftir þennan sögulega koss en höfum ekki sést síðan þá, s.s. í 25 ár og það fyrsta sem han segir við mig er að ég hafi ekkert breyst!

Nú þykist ég vita að mín upplifun af kossinum hafi verið sterkari en hans. Því þó að það sé gott að kyssa mig, þá hafði hann kysst sinn fyrsta koss áður en hann kyssti mig. Þess vegna þykir mér ólíklegt að hann hafi munað kossinn okkar jafn vel og ég og dregið upp minninguna í hvert sinn sem hann hefur kysst einhverja í fyrsta sinn.

Ég hlýnaði öll að innan þegar ég rakst á hann, roðnaði jafnvel smá og það rann upp fyrir mér að líklega verð ég alltaf skotin í honum. Það hefur alla vega ekki breyst. En mér fannst svo merkilegt að honum finnist ég vera eins og þegar ég var þrettán. Hvað er það? Er það gott eða vont? Jákvætt eða neikvætt?

í gær hitti ég svo annan sem ég kyssti þegar ég var átján, nítján, tuttugu.... já alltaf af og til þar til ég varð 27. Við höfum ekki sést lengi og þurftum auðvitað að fara aðeins yfir hvað á daga okkar hefur drifið síðustu árin. Ég sagði honum í grófum dráttum hvað ég hef verið að bardúsa, eignast tvö börn, gifta mig og skilja, flytja á milli landa, læra og lifa. Allt hlutir sem hafa haft mikil áhrif á mig og minn þroska.
Ég fékk örsögu um hans líf; mál málanna var að hann ætti loksins von á sínu fyrsta barni. En það sem hann sagði umfram það og endurtók marg oft var; "Heiðrún, þú hefur bara ekkert breyst!"
Ég sperrti eyrun í hvert sinn sem hann sagði þetta. Reyndi að lesa í málróminn; Var hann hissa? Glaður? Vonsvikinn?

Ég er mikið búin að brjóta heilan um þetta en er eiginlega engu nær. Er gott að hafa ekkert breyst frá því að maður er 13? þýðir það kannski maður líti vel út? En að hafa gjörsamlega staðið í stað frá 27 til 37?
Ég vona svo sannarlega að ég hitti þá bráðum aftur, þá ætla ég að spyrja þá hvað þeir eiga við.
Ég vil nefnilega ekki alltaf vera eins. Ég vil breytast á hverjum degi, verða betri og betri, eldast og þroskast.
 
Comments:
ég held að þetta sé meira þannig að þeim finnist þú ennþá vera jafnsæt ef ekki sætari og fyrst þegar þeir kynntust þér og kunna bara ekki almennilega að hæla þér öðruvísi en svona.... strákar/karlmenn eru oft nefnilega þannig.....og hugsa sko ekki nærri því eins mikið um hlutina og við konur/stelpur
 
já, ég vona að þetta sé einhver karllæg fátækt frekar en að ég sé alltaf eins...
 
Já þeir eru örugglega hissa á að þú sért ekki orðin kellingaleg! Ég myndi taka þessu sem hrósi - fátæklegu karlahrósi.
Inga Magga
 
Það er alltaf jafn gaman að lesa þig = það breytist ekkert!
 
Ohh, Huld!
 
Skrifa ummæli



<< Home

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com