Obb bobb obb !!!!
sunnudagur, janúar 09, 2005
|
 
Þetta er ekkert smá maður. Fullt af innantómum stófréttum af okkur.
Sko, ég fór, í trássi við útgöngubann lögreglunar ( sem ég reyndar vissi ekki af, annars hefði ég ALDREI trássað það), að ná í ÞS úr afmælinu. Gleymdi auðvitað peningunum fyrir kartöflunum svo það voru engar kartöflur með kvöldmatnum. Í afmælinu braut ég hurðarhúninn af baðherbergishurðinni þegar ég, með hjálp foreldra afmælisbarnsins, var að reyna að fá stúlkubarnið til að koma með mér heim og eftir brotið gekk það nokkuð greiðlega. Við vorum skot fljót á leiðinni heim, vindurinn blæs á bakið á okkur þannig að við hlupum hraðar en nokkru sinni áður, eða sko krakarnir, því ég er eins og allir vita fyrrum unglingameistari USÚ í 100m hlaupi. Hápunkturinn á heimferðinni var þegar AG fauk upp í loft, svona sirka 30 cm, og sagði "þetta var skenkúlet" þegar hann lenti. En nóg um það.
Eftir kaffi og heimsókn til Dóru og Ísaks tókst mér að véla nágrannana í að taka á móti okkur í mat. Ég tók reyndar með mér kjúkling og afganginn af kjötbollunum frá því daginn áður, en hafði það að mér til afsökunar að ég gæti ekki að vaskað upp, því ég væri að verða veik.
Maturinn gekk eins og svo oft áður....mínir krakkar átu ekkert og voru óþekk ( en samt voðalega sæt). Þegar ég var svo búin a gefast upp á að reyna að koma einhverju ofan í þau ældi AG yfir allt stofugólfið. Ekki bara einu sinni heldur tvisvar!
Stuttu síðar, þegar Ingibjörg var nýbúin að skúra upp æluna ( ég var alveg að verða veik, muniði) tók ÞS brjálæðiskast aldarinnar, eftir að ég bannaði henni að fangelsa Björn Rafnar bak við ruggustólinn og ég þurfti að bera hana heim og hátta oní rúm í flýti.
Ég verð nú að segja eins og er að þegar ég fór að sofa í gær fannst mér ég vera frekar mislukkuð eitthvað, en ég var auðvitað alveg að verða veik.
Og núna, eftir rúmlega tíu tíma svefn er ég bara nokkuð hress, AG alveg hættur að æla og brjálæðið bráð af ÞS. En klukkan er náttúrulega ekki nema tíu.
 
Comments: Skrifa ummæli



<< Home

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com