Ég var skömmuð í sundi í morgun fyrir að stinga mér í grunna endan. Og af því að mér gengur svo vel að aðlagast dönsku samfélagi, sagði ég sundlaugarverðinum að ég hefði nú barasta alls ekkert stungið mér, heldur hafi ég kropið á hækjur mér og rent mér blíðlega út í laugina (d: jeg krøb ned og gled stille ned i vandet!). Þá upphófst hið ofurdanska fuss og uss og vörðurin og einn sundlaugargesturinn, hófu að ræða það að það gengi nú alls ekki að fólk gerði svona nokkuð, það væri nú einu sinni bannað. Fussum svei! Mesta máli skiptir að allir fari eftir reglunum og enginn komist upp með meira en aðrir. Á meðan á þessu gekk, voru tvær stúlkur í skólasundi nærri druknaðar af því að vörðurinn var upptekinn við að halda uppi lögum og reglu.
En ég á nú samt ekki eftir að láta mér þetta að kenningu verða, það er nefnilega bara ein leið til að byrja sundið í þessarri ísköldu laug; með því að krjúpa niður og renna sér blíðlega út í vatnið!