Fór út að borða með Óla og Ingu í gær. Það var gaman eins og vera ber en ég fékk ósköp lítinn mat og það er nú ekki gott fyrir mig en við björguðum þessu með bjór.
Svo rauk ég fram út í morgun til að fá mér að borða, enda liðin heil eilífð síðan ég át síðast. Á meðan bollan mín var á ristinni fór ég og náði í póstinn og þar beið mín dásamlega falleg afmælisgjöf sem yljaði mér um hjartarætur. Takk elsku Jóda.