Einu sinni var ég að vinna í veislu í hvítasunnusöfnuðinum, kom heim svoleiðis margblessuð og sæl eftir heilt kvöld af "guð blessi þig". Og núna má ég hundur heita ef ég á ekki eftir að eiga góðan þakkargjörðarhátíðardag, miðað við undangengna fimm daga af "happy thanksgiving"!
En hér er gott að vera, gaman og forvitnilegt, heitt og kallt. Í kvöld föðmuðu bæði Jhonathan og Beth mig ákaflega innilega og ég stóð, eins og álka með algerlega ónotaða, útrétta höndina, tilbúin að taka almennilega í spaðan á þeim að góðum Íslenskum sið.
Á morgun má ég víst búast átta jafninnilegum faðmlögum í viðbót.
Ég er búinað eignast tvo nýja vini í útlandinu; Birgitte og Helgu, það er ekki slæmt af tvöhundruð og átta miljónum!
En þá fer ég á ný að angra gestgjafa mína.
hasta la vego......