Dóttir mín er eins og umskiptingur. Aðra stundina er hún hvorki alandi né ferjandi og svo eins og hendi sé veifað, Plíng! Draumabarn!
Við komum inn í hádeginu og hún ætlaði að hjálpa mér að baka fyrir morgundaginn. Fyrst þurfti ég að leggja Arnald og bað hana að bíða, sagði svona meira í gríni að hún gæti kannski tekið saman dótið á stofugólfinu á meðan ( eitthvað sem hún nennir eiginlega aldrei). Þegar ég kem svo fram er hún ekki bara búin að taka saman leikföngin í stofunni heldur líka í herberginu sínu og taka til á eldhúsborðinu, í baðherberginu og bara alls staðar! Var að fara að sópa þegar ég kom!
Ég á ekki til orð.