Siggi, heimsins minnsti tölvunörd, gerði eitthvað við tölvuna í gær, svo nú get ég lagt kapal! Annars er ég heima með veikan strák, sem er svo sem ekkert veikur, bara með bullandi hita, sem hann fékk bara upp úr þurru í gær. Þannig að ég er eiginlega bara áhald. Þarf að halda á honum lon og don og get ekki gert neitt annað.