Arnaldur tekur systurleysinu afar vel. Gefur með sér, gengur frá eftir sig og sofnar eins og ljós. Mér er alveg að takast að temja hann til að segja tveggja ára þegar ég spyr hvað hann er gamall. Hlýtur að takast fyrir föstudag.
Annars er heimili mitt hálffullt af mönnum á lóðaríi svo ég sé mér þann kost vænstann að baða mig upp úr dönsku vatni.