Í gær lét ég til skara skríða og keypti stafræna myndavél fyrir heimilisfólkið. Lítið kríli, pentax S4. Til að vera viss um að missa ekki af henni hreyfi ég mig ekki úr húsi þar til hún kemur.
Í tvígang er ég búin að senda
bróður fyrirspurn um hvað er passandi klæðnaður í afmælið en hann hefur eki svarað enn. Það hljóta allir að sjá mikilvægi þess að fá þessar upplýsingar. Glatað að vera ein í lopapeysu á galadansleik og en verra að vera í gala á lopadansleik. Kannski ég taki bara með mér hvoru tvegga og láti hann svo bara borga yfirviktina!