Þetta var rosalegt. Alveg roooosalegt. Það ringdi bæði eldi og brennisteini á meðan við hlupum þetta kvennahlaup, en svo tók ekki betra við. Ég þurfti náttúrulega að hjóla heim aftur í dembunni. AG grét alla leiðina, sagði "beiddi" og "dúddu" til skiptis en ÞS og lánsstelpan sem ég var með sungu. Voða gaman.
Svo fórum við aftur á hátíðina, eftir hvíld, heitt kakó og þurr föt. Þá tók við ógurleg krísa. Vinkona ÞS hafði lofað að dansa með henni á meðan pabbi hennar spilaði en hætti við!!!! Og þá var grátið og grátið og grátið og grátið. Og í þann mund sem mér var að takast að hugga vesalinginn fríkaði AG gjösamlega út af því að hann fékk ekki að fara upp á svið til pabba síns. Svo voru allar sorgir heimsins búnar þegar pabbinn var búinn að spila og gat loksins komið að hjálpa mér að díla við börnin. Mjög hátíðlegt, vantaði bara að ég væri með súkulaðikökuklessu á sparikjólnum til að fullkomna daginn.
Nú sit ég með kaffibolla, pabbinn upptekni farinn á skólaball, og pæli í því hvort ég eigi að fara á dansiball og skemma þar með morgundaginn. En hei, hann fer hvort eð er í vinni svo vott ðe hekk?