Kannski á maður ekkert að vera að fara mikið með hálf sex ára börn í ferðalög. Allt er voða voða gaman, en svo er bara allt í einu komið nóg. Heimurinn verður voða vondur og allt svo leiðinlegt og maður verður versta foreldri í heimi. En svo sofnar maður að lokum í sófanum heima hjá sér með sultu út á kinnar, svo kannski er þetta allt í lagi.
En mömmur hafa voða gott af svona ferðum. Rigningu og roki og rokki. Lopa-gala-regn-átfitt reyndist hið eina rétta fyrir helgina að undanskildu föstudagskvöldinu. Þá var veðrið himneskt og maturinn á Hótel Búðum....mmmmmmmmmm. Mig er búið að dreyma skötuselinn sem ég fékk, þrjár nætur í röð! Reyndar á ég eftir að borga bróðir fyrir hann, en kannski er bara málið fyrir hann að setja sig í samband við Andreu Gylfa og fá fyrirfram hjá henni. Hún er ekki bara skotin í mér heldur vil hún gera við mig a.m.k. þriggja plötu samning med det samme! Meira seinna, kannski.