Úff og púff og skúff, hvað ég er mikill bakari eitthvað. Stóð á tveimur jafnfljótum í allan dag og bakaði bökur og kökur. Nú er bara að sjá hvort einhver kemur að éta þetta dót eða hvort við höfum þetta í matinn næstu daga hér heima.
AG er frekar slappur en Siggi stefnir samt á Hanover ferð á morgun. Veit ekki alveg hvernig mér líður með það, ég verð nebblega gjörsamlega pikk föst í Jónshúsi allan morgundaginn. Hæ hó og jibbíjei, mæ es!