Stundum veruð allt grátt. Og ég sit bara og get ekkert, kann ekkert og veit ekkert. Allt verður óyfirstíganlega erfitt og það eina sem mig langar er að gráta.
Ég kann bara eitt ráð við þessu. það er að þrýfa og þvo og sjæna mig til. Skola leiðindunum burt. Ekki er það verra þegar rignir eins og nú, þá skolast leiðindin sem kunna að vera úti burt með rigningunni. Þannig að í dag er ég í fríi frá daglegum störfum til að heila mig og þvo.