Ég ætla ekki að kvarta, það eru víst nógir í því, en þetta veður er engin hemja. Norðan strekkingur og spýja núna í heila eilífð. Og það í útlöndum! Var að hugsa um að klæða mig upp í tilefni dagsins og fara í pils, en það er bara alls ekki pilsfært úti. Og ekki koma með neitt svona "vertu þá bara inni" kjaftæði, ég á erindi út, þarf að sækja afmælisdreng og gegnblauta systur hans úr fjögurra daga útlegð.