ÞS er farin í kólóní fram á föstudag. Það stemdi allt í voða á meðan á vinkinu stóð. Tvær litlar stúlkur framst í rútunni hágrétu í þessar 40 mínótur sem vinkað var. Smátt og smátt breiddist gráturin út um rútuna. Allt í kring um mig stóðu távotir foreldrar að veifa grenjandi börnum. Sem betur fór náði vælið ekki aftur til ÞS og þvi lagði hún af stað með bros á vör og við AG kvöddum líka glöð og ánægð.
Siggi er hættur að vera listaskólaspíra í bili, er núna bara hver annar iðnaðarmaður. það þýðir að hann fer af stað klukkan rúml. sex á morgnanna svo núna get ég farið að ergja mig yfir því á ný að þurfa alltaf að koma börnunum út á morgnanna. Kannski get ég þá hætt að fjargviðrast út af því að þurfa alltaf að sækja þau. Og þó, held svei mér að það sé engin leið að hafa mig ánægða í þessum málum. Er alltaf eitthvað að tuða. Það er kannski ekkert skrítið í ljósi þess að hann var að reyna að þvinga mig til að færa teyjutvinnan úr hnífaparaskúffunni í gær. Hvílík ósvífni og yfirgangur. Það sjá allir að ef maður geymir teyjutvinnan í hjá hnífapörunum getur maður alltaf gengið að honum vísum!