Það lítur þá út fyrir að sumarið sé loksins komið. Í mýflugumynd þó. Enn þá næðir um okkur ískaldur vindur norðan úr rassgati um leið og við hættum okkur úr skjóli.
Farnir eru frá okkur síðustu gestir í bili. Það voru góðir gestir sem er mikið saknað hér á heimilinu.
Annars er víst einn tengdabróðir minn væntanlegur í bæinn með nýju unnustuna. Líklega þarf ég að reyna að sitja fyrir þeim einhverstaðar til að berja hana augum.