Það er ekki gaman að vera heima hjá sér í sól og blíðu, með veikan krakka, þegar maður á að vera að undirbúa veislu kvöldsins. Ég get ekkert gert, ekki einu sinni vaskað upp svo ég komi kjöthleif oní vaskinn sem þarf að þiðna hið fyrsta. Heldur ekki skrifað þetta, eiginlega, nú öskrar krakkinn eins og ljón og vill líka blogga.