Þá er næsta mál á dagskrá að fara út á flugvöll og sækja föður og systur tvær. Smáfólkinu gengur eitthvað illa að sofna, en tvíbreið vindsæng hjálpar mikið til þegar spennan er að ná hámarki.
Í dag eru gömlu grannarnir fluttir út og nýjir inn, þó ekki í sömu íbúð. En við fengum uppáhaldsfólkið okkar í íbúðina beint á móti okkur. það er ansi hætt við því að við vitum ekki lengur hver eigi hvaða börn eða hvaða maka, ef því er að skipta, innan skamms. Það verður örugglega einhverskonar komúnufílingur hérna.