Það er voða gott og gaman að vera í útlöndum en ekkert jafnast á við að vera heima hjá sér, borða góðan mat með góðum vinum og fá sér einum of oft á diskinn, ef þannig vill til.
Palli Borg og Ingunn komu við hjá okkur á leiðinni út á flugvöll, það er svo gott að fá svona fólk í heimsókn. Það skiptir engu máli hversu langt er frá síðustu heimsókn það er alltaf eins og við hefðum hist síðast í gær.
Annars ekkert bara, ég bara nenni ekki að segja Búlgaríusögur. Só sorrí. Eina sem ég segi er að ég verð að fá mér vinnu núna í sumarfríinu. Verð, en ég nenni því samt ekki. Verð , verð, verð............