Ég er farin að halda að það sé bara daglegt brauð að fólk fái birta grein í mogganum. Ekki eitt "til hamingju", ekki heldur "gott hjá þér Heiðrún" og ekki einu sinni "það gengur bara betur næst!"
Annars er ég bara í því í dag að láta gestgjafa mína dani fara í taugarnar á mér, svo mikið meira að segja að ég hjólaði utaní einn í morgun uppi á norrebrú. Þessir asnar skipta um gír eins og moðerkokkers, maður gæti haldið að hér væru einhverjar brekkur. Ef maður lætur danina fara svona mikið í taugarnar á sér er maður sjálkrafa miklu betri. Miklu miklu betri.
Mig vantar svartan kjól og svart pils. Og hættiði svo að hafa svona heitt hérna, ég er öll löðrandi í svita , alltaf.