Ég hef aldrei séð fallegar tær. Aldrei séð tær og hugsað með mér; mikið eru þetta fallegar tær. Hér þar sem ég bý er mikið lagt upp úr því að konur séu með vel snyrtar og hirtar tær og auðvitað lakkaðar táneglur. Karlmönnum finnst víst ákaflega kynæsandi að horfa á berar sólbrúnar tær með rauðu naglalakki. Gott að ég er ekki karlmaður.